![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgxheAmNip55_zzTIMnLFGSjwlIWkcKCiuLDqAbMcHhsluRM0VLb7n44COXK2U0Q6rSwdDhoYHz5jigPgLeB7YWLNuumxouTL_5seBVB3IgLBhGBEnUGqk7UEL5tf3VHVvmy4fuTyWV1Ik/s1600/IMG_6735.jpg)
Loksins búinn með rauða barna kjólinn sem ég er búin að vera að vinna með í smá tíma. Í byrjun ætlaði ég að gera peysu en endaði með kjól. Kjóllinn er prjónaður ofanfrá og niður sem er nokkuð skemmtileg aðferð þar sem berustykkið er strax búið. Síddinni er svo hægt að breyta auðveldlega og létt að máta peysuna á meðan verið er að vinna í henni. Hugmyndin var að gera rauða peysu og prjóna hana ofanfrá og niður, þegar ég var komin miðja leið á búknum langaði mig að prófa að gera smá kaðla þvert yfir. Fyrst gerðu kaðlarnir peysuna mjög þrönga svo ég rak upp og bætti við einu munstri í viðbót og kom það mun betur út. Kaðallinn kom svo vel út í mittinu og hugsði ég mér að þetta væri flottara ef ég breytti í kjól og héldi svo áfram með þá hugmynd. Erfitt var að ákveða hvort ætti að gera ermarnar stuttar eða síðar og endaði ég að gera síðar þar sem kjóllinn er svo heitur og væri þetta meira út í heitari kjól og þá síðar ermar.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhNtFwl6413dykRKiDvpqRBZmbrndYJXU3ojpKd2k0ttvJ_k78jnK_QblromVeR29gcrTI85HDzltX5wzgfI-XuiMDn8EOHFNUx6s5He3L1ke9iKd2bqIRGa71Vv1iN31-HMjoEzqYFakc/s1600/IMG_6733.JPG)
Í kjólinn var notað King baby llama og mulberry silki frá AslanTrends litur Cardinal #2077 og fóru tæplega 2 dokkur í kjólinn. Ég prjónaði stroffið í 3.5mm og búkinn í 4.5mm.
Kjóllinn smellpassar á prinsessuna mína og er stærðin því 6 til 9 mánaða.
Nú er bara eftir að búa til uppskrift af þessum kjól en hann verður svo til sýnis í handavinnuhorninu í Fjarðarkaup Rokku og uppskriftin til sölu í sjoppunni. Einnig á ég eftir að velja nafn á kjólinn en það verður tilkynnt síðar þegar ég er búinn að leggja höfuðið í bleyti.